Sextán brautskráðir frá FG

Hópurinn sem brautskráðist frá FG þann 3.mars síðastliðinn, Kristín Helga Hákonardóttir dúxaði.
Hópurinn sem brautskráðist frá FG þann 3.mars síðastliðinn, Kristín Helga Hákonardóttir dúxaði.

Sextán nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, við hátíðlega athöfn föstudaginn 3. mars síðastliðinn, í Urðarbrunni.

Sesselja Ósk Stefánsdóttir flutti tónlistaratriði í upphafi athafnarinnar, en hún söng lagið ,,Turn Me On" eftir Noruh Jones. Að því loknu hófst síðan brautskráningin.

Þar var það Kristín Helga Hákonardóttir af Náttúrufræðabraut, sem stóð upp úr og varð dúx með 9,4 í meðaleinkunn. Fékk hún fjölda annarra verðlauna (sjá mynd), en fleiri nemendur hlutu líka verðlaun og viðurkenningar.

Ávarp nýstúdents flutti síðan Melkorka Harðardóttir og að því loknu var sungið Íslands minni og stúdentum svo sleppt út í góða veðrið.