Sigrún Ósk Karlsdóttir vann Söngvakeppni FG

Sigrún Ósk Karlsdóttir verður fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldskólanna í vor.
Sigrún Ósk Karlsdóttir verður fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldskólanna í vor.

Sameiginleg söngvakeppni FG og MK (Menntaskólans í Kópavogi), var haldin fimmtudagsvöldið 3.febrúar síðastliðinn. Fjöldi keppenda steig á svið og var keppnin send út á Youtube. Sigurvegarar keppninnar fara sem fulltrúar skólanna í Söngvakeppni framhaldsskólanna, sem haldin verður síðar í vor.

Dómnefnd skipuðu þau: Páll Óskar Hjálmtýsson, Birna Eiríksdóttir og rapparinn Úlfur Úlfur.

Sem fulltrúi MK varð Tindra Gná Birgisdóttir fyrir valinu, en hún flutti lagið Fix You eftir stórsveitina Coldplay.

Sigurvergari kvöldsins varð hinsvegar Sigrún Ósk Karlsdóttir, nemi á Listabraut FG, en hún flutti lagið At Last, sem söngkonan Etta James söng á sínum tíma. Sigrún verður því fulltrúi FG í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Til hamingju!