Skólaárið 2019-2020 fyrsta skólaárið í FG með þriggja anna kerfi

Skólaárið 2019-2020 verður fyrsta skólaárið í FG með þriggja anna kerfi og gert er ráð fyrir að nemendur séu almennt með fartölvu eða spjaldtölvu í skólanum. Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í INNU fimmtudaginn 15. ágúst. Til að komast inn í INNU þarf annað hvort rafræn skilríki eða Íslykil. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að nálgast rafræn skilríki er á https://www.audkenni.is/ og allt um Íslykil er hér: https://island.is/

Skólinn hefst með nýnemakynningu mánudaginn 19. ágúst kl.10 þar sem nýnemar hitta umsjónarkennara. Kennsla hefst þriðjudaginn 20. ágúst.

Starfsfólk FG býður alla nýja og eldri nemendur velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins á komandi skólaári.