- Námið
- Þjónusta
- Skólinn
- Fjarnám
- Spurt & Svarað
Skólastarf í FG á haustönn 2024 er komið á fleygiferð. Eins og venjulega er mikið að gera í byrjun, skaffa sér bækur, rafbækur og annað námsefni, sem og fleira.
Margir nýnemar, eitt sinn kallaðir ,,busar“ eru á ferðinni, og eru að aðlagast nýjum skóla.
FG.is vill nota þetta tækifæri og bjóða þá hjartanlega velkomna og vonar að árin í FG verði mestu ,,stuðár“ lífs þeirra. En málið er að það á að vera bæði gaman og fræðandi að vera í menntaskóla.
Síðastliðið vor fóru fram kosningar í FG og þá var kosin ný stjórn og í nefndir. Það er því ,,ferskt gengi“ sem nú tekur við félagslífinu, sem hefur verið mjög blómlegt í FG.
Kennslu á haustönn lýkur þriðjudaginn 5.nóvember, en dagana 19. og 20. september, sem og 7. og 30. október eru svokallaðir ,,námsmatsdagar“. Föstudagurinn 18.október er svo frídagur. Þetta sést líka vel á dagatali skólans, sem má finna hér, ásamt fleiri hagnýtum upplýsingum.
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - fimmtudaga
kl. 08:00 - 15:30, föstudaga frá kl. 08:00 - 15:00
Skólabraut 6 | 210 Garðabæ
Strætó 24 stoppar við FG
Ritstjóri: Tinna Ösp Arnardóttir
Vefstjóri: Vilhjálmur Þór Sigurjónsson