Skólaupphaf og heimsmeistartitill

Samsett mynd: Agata Erna Jack og nemar í FG
Samsett mynd: Agata Erna Jack og nemar í FG

Nám er hafið af fullum krafti í FG á haustönn árið 2021 og er skólinn stútfullur af nemendum, það komast hreinlega ekki fleiri í skólann.

Eins og nemendur hafa tekið eftir er grímuskylda sem um gilda þó ákveðnar reglur. Eins og nemendur hafa líka tekið eftir kom upp kóvidsmit í mötuneyti skólans og er það því lokað þessa vikuna.

Þá gildir að vera úrræðagóð/ur og það er kannski einn megin lærdómurinn af kóvid – að vera sífellt að bregðast við nýjum aðstæðum og takast á við þær.

En svona til að enda þetta á jákvæðu nótunum, þá hlaut fyrrum nemandi FG, hún Agata Erna Jack, fyrsta sætið í samkvæmisdansi á Special Olympics fyrir skömmu og varð einfaldlega heimsmeistari! Bara snilld og til hamingju Agata!