Lokasýning: Síðasta sýning á söngleiknum Sagan af Mánahofi fer fram laugardaginn 15.11 kl. 18.00 í Urðarbrunni, hátíðarsal FG.
Lokasýning á söngleiknum ,,Sagan af Mánahofi" fer fram í Urðarbrunni laugardaginn 15.nóvember klukkan 18.00, en það er leikfélagið Verðandi sem stendur að henni.
Þetta er því ,,síðasti séns" að sjá þennan hressilega söngleik, sem er fyrir börn á öllum aldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Verðandi hafa sýningar gengið þrusuvel, enda miðinn á góðu verði, aðeins 2000 krónur (sem er ódýrara en bíó).
Sérstök góðgerðarsýning fór fram þann 8.nóvember og lukkaðist vel, alls söfnuðust um 300.000 krónur, sem fóru rakleitt til Píeta-samtakanna.
Á vefsíðu þeirra kemur fram að þau sinni forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og að þau styðji einnig við aðstandendur.
En þau Flóki og Flækja í Sögunni af Mánahofi vilja sjá sem flesta á lokasýningunni og á þeim er yfirleitt mikið stuð. Vel mætt!
Miðar á Tix.is