Söguhópur í Berlín

Hópurinn fékk meðal annars leiðsögn um Sachsenhausen útrýmingarbúðirnar frá seinna stríði, en þar dv…
Hópurinn fékk meðal annars leiðsögn um Sachsenhausen útrýmingarbúðirnar frá seinna stríði, en þar dvaldi Íslendingur, Leifur Müller, sem lifði af. Um 30.000 manns gerðu það hins vegar ekki.

Söguhópur á vegum Hilmars Sigurjónssonar um Kalda stríðið svokallaða (1945-1991), gerði góða ferð til Berlínar dagana 3.-7.október.

Farið var á ýmsar söguslóðir í þessari merku og ,,söguhlöðnu“ borg, sem var rústir einar eftir seinni heimsstyrjöldina og var síðan skipt upp á milli stórveldanna í lok stríðs. Síðan kom Austur og Vestur-Þýskland, Berlínarmúr, allskyns kúgun og mannréttindabrot.

Þetta ,,kaldastríðskerfi" hrundi svo endanlega á árunum 1989-1991, því lauk með falli Sovétríkjanna og sameiningu Þýsklands. Ferðin heppnaðist vel og voru þátttakendur mjög glaðir.