Sögunemar í Berlín

Sögunemar í Berlín
Sögunemar í Berlín

29 nemendur í áfanganum SAGA3ks05 (Kalda stríðið) ásamt kennurunum Hilmari og Berglindi fóru til Berlínar til þess að skoða minjar kalda stríðsins og nasisma í Berlín.

Strax á fyrsta degi var langur göngutúr um borgina þar sem helstu byggingar voru skoðaðar og endað var við þinghúsið.

Á öðrum degi fór hópurinn til fangabúðanna Sachsenhausen og enduðu daginn með öðrum löngum göngutúr til þess að fræðast um nasisma í Berlín.

Þriðja daginn var svo Berlínarmúrinn skoðaður ásamt Stasisafninu, en dagurinn endaði við East Side Galleries. Eftir það var frjáls tími fyrir verslunarleiðangra og það sem nemendur vildu gera.

Nemendur voru mjög sáttir, kennarar stoltir af hegðun og áhuga nemenda og sýndi hópurinn hversu frábærir FG-ingar eru.