Söngleikur ákveðinn - Guys and Dolls

Frá uppfærslu á Guys and Dolls í London. Verkið verðu sýnt í FG í vor.
Frá uppfærslu á Guys and Dolls í London. Verkið verðu sýnt í FG í vor.

Leikfélagið VERÐANDI í FG hefur á undanförnum árum staðið fyrir glæsilegum uppfærslum á söngleikjum, sem yfirleitt eru einn af hápunktum skólaársins.

Nú er búið að ákveða hvaða stykki verður sett upp næsta vor og það er ekkert minna en einn frægasti söngleikur allra tíma, ,,Guys and Dolls“. Á hann rætur sínar í bandarískri menningu og var frumsýndur árið 1950. Sagan fjallar um nokkra ólíka einstaklinga á Manhattan í New York, m.a. spilafíkil.

Við stjórnvölinn verður að þessu þessu sinni leikkonan Þórunn Lárusdóttir sem hefur, eins og segir á alfræðisíðunni Wikipedia...,,leikið ótal hlutverk, bæði dramatísk og kómísk, í öllum helstu leikhúsum landsins, sjónvarpi og kvikmyndum. Hún var fastráðin um árabil hjá Þjóðleikhúsinu...“ og er Þórunn...,,einnig söngkona og kvikmyndagerðakona.“

Eins og áður verður eflaust öllu tjaldað til í uppfærslu Verðandi á þessum fræga söngleik. Um þessar mundir er verkið í sýningu í London og ef einhver er á ferð þar og hefur áhuga, þá er hægt að ,,hita upp“ þar með því að næla sér í miða hér.