Söngleikurinn Heathers: Allt að gerast!

Frá samlestri í Urðarbrunni og stjórn Verðandi, þar sem er mikið stuð!
Frá samlestri í Urðarbrunni og stjórn Verðandi, þar sem er mikið stuð!

Eins og sagt var frá hér fyrir skömmu verður söngleikur ársins menntaskólastykkið ,,Heathers“. Í tilkynningu frá leikfélagi FG, Verðandi, sem barst fyrir skömmu, segir: 

,,Veronica verður hluti af vinsælustu klíku skólans en líkar ekki við hegðun hinna stelpnanna. Þær setja sig á háan hest og leyfa sér því að gera lítið úr öðrum. Veronica kynnist kærastanum sínum Jason Dean og saman reyna þau að takast á við aðal skvísuna í klíkunni, Heather Chandler á mjög óvenjulegan hátt. Fljótlega fara hlutirnir úr böndunum og Veronica fer að sjá margt rangt í sambandi sínu við Jason Dean og hegðun hans. Hún þarf þá að leggja sig alla fram við að halda aftur af honum svo illt verði ekki verra. Sýningin tekur á viðkvæmum en mikilvægum málefnum eins og sjálfsvígum og kemur því sterk inn í samfélagið okkar, en er ekki ætluð ungum börnum.“ 

Æfingar eru komnar á fullt og allir spenntir fyrir frumsýningu í mars. Leikstjórinn í ár er Ásta Júlía Elíasdóttir, danshöfundurinn Júlía Kolbrún Sigurðardóttir og söngstjórinn Ylfa Marín Haraldsdóttir, en hún er fyrrum nemandi í FG.

 Stjórn Verðandi er svona (s/h mynd):

Formaður: Erna María Ármann

Varaformaður: Gréta Þórey Ólafsdóttir

Gjaldkeri: Sigríður Inga Ólafsdóttir

Markaðsstjóri: Salka Björnsdóttir

Meðstjórnandi: Hafdís Ása Eðvarðsdóttir

Busafulltrúi: Sesselja Ósk Stefánsdóttir

Busafulltrúi: Mikael Steinn Guðmundsson