Söngleikurinn Heathers er leikrit ársins

Heathers heitir söngleikur ársins í FG
Heathers heitir söngleikur ársins í FG

Á IMBRU-dögum í febrúar, verður söngleikurinn Heathers frumsýndur í FG í uppfærslu leikfélags skólans, Verðandi.

Söngleikurinn er byggður á kvikmynd með sama nafni sem kom út árið 1988 og gerist sagan meðal menntaskólanema. Í kvikmyndinni voru þau Wynona Ryder og Christian Slater í aðalhlutverkum.

Leikstjóri verksins í uppfærslu Verðandi er Ásta Júlía Elíasdóttir en hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Klassadrusla og Síðasta veiðiferðin. Æfingar eru á fullu og góð stemmning í hópnum að sögn heimildamanns fg.is.