- Námið
- Þjónusta
- Skólinn
- Fjarnám
- Spurt & Svarað
Flottur hópur stúlkna frá FG tekur þátt í íþrótta og menningarmótinu ,,SheRuns" 2022, sem fram fer í Brussel í Belgíu dagana 12. til 17.september.
Markmiðið með ,,SheRuns", sem var sett á fót árið 1972, er að valdefla ungar stúlkur og konur í gegnum íþróttir og nám. Ýmsir atburðir eru á dagskránni, ekki bara íþróttir.
Alls eru 12 stúlkur frá FG sem taka þátt að þessu sinni og það er Írena Óskarsdóttir, íþróttakennari, sem fer fyrir hópnum.
Þátttakendur eru um 2500 talsins, en í samtökunum sem standa að ,,SheRuns" eru alls 132 þjóðir.
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - fimmtudaga
kl. 08:00 - 15:30, föstudaga frá kl. 08:00 - 15:00
Skólabraut 6 | 210 Garðabæ
Ritstjóri: Tinna Ösp Arnardóttir
Vefstjóri: Guðmundur Á. Eiríksson