Til þeirra sem eru heima i sóttkví eða einangrun vegna Covid

Til þeirra sem eru heima i sóttkví eða einangrun vegna Covid

  • Nauðsynlegt að tilkynna sóttkví og einangrun til skólans.
  • Það er afar mikilvægt að vera í góðu sambandi við kennara og senda póst á þá sem fyrst og láta vita af stöðunni.
  • Inna er ykkar vinnutæki og þar koma allar upplýsingar og því er gott að fara að lágmarki daglega inn á Innu.
  • Þegar þið eruð laus úr sóttkví eða einangrun er nauðsynlegt að fara í smiðjur og vinna upp það sem þið hafið ekki náð að klára eða þarfnast nánari útskýringar frá kennara.
  • Ef próf / stór tímaverkefni eru á meðan þið eruð i sóttkví eða einangrun þá færast þau á námsmatsdagana nema kennari taki annað fram.
  • Ef þið eruð í einhverjum vandræðum þá eru umsjónarkennarar og námsráðgjafar skólans, Auður og Dagný alltaf tilbúnin að aðstoða ykkur. Þið getið sent þeim tölvupóst auður@fg.is og dagny@fg.is eða hringt á skrifstofu skólans 5201600.