Tilkynning frá skólameistara í lok fyrstu "kóvid-vikunnar"

Kæru nemendur og foreldrar

Nú eru liðin ein vika í breyttu námsfyrirkomulagi. Sem fyrr er ég fullur aðdáunar á nemendum og kennarum. Báðir aðilar hafa tekist við þessar aðstæður af krafti og sýnt mikla útsjónarsemi.

Nú eru tvær vikur til páska og alveg ljóst að engin staðkennsla mun verða á þeim tíma. Við erum ólík og breytt fyrirkomulag reynist okkur miserfitt bæði kennurum og nemendum. Því bið ég foreldra um að fylgjast vel með hvernig gengur og hafa samband við náms- og starfsráðgjafa ef nemendur lenda í erfiðleikum. Hægt er að hringja í skólann 520 1600 virka daga frá kl. 8-15 og fá samband við náms- og starfsráðgjafa og stjórnendur. Ef þeir eru uppteknir verður hringt til baka. Einnig er hægt að senda tölvupóst en sjá má öll netföng hér: www.fg.is/is/foreldrar/nefndir-og-rad/starfsfolk

Nú er þriðjungur nemenda í sóttkví og fjöldi starfsmanna einnig og ekki ólíklegt að það einhverskonar met. Ég þakka viðbrögð nemenda og foreldra við póstum varðandi sóttkví. Nokkrir starfsmenn og nemendur eru sýktir af Covid-19 og virðast sýkingar koma úr ýmsum áttum.

Í næstu viku eru þrír hefðbundnir kennsludagar. Fimmtudagur og föstudagur eru námsmatsdagar og er þá tilvalið að líta á stöðuna og vinna upp það sem hefur dregist aftur úr.

Ef einhverja nemendur vantar tölvubúnað bið ég þá um setja sig í samband við náms- og starfsráðgjafa. Við munum reyna að aðstoða eins og hægt er.

Að lokum minni ég alla á að njóta þess að vera í samneyti við sitt fólk. Það hafa allir upp á eitthvað að bjóða.

Góða helgi,
Kristinn Þorsteinsson,
stoltur skólameistari FG.