Tilkynning vegna veðurs föstudaginn 14.febrúar

Vegna slæmrar veðurspár á morgun föstudaginn 14. febrúar er ekki mælt með að fólk sé á ferli en haldi sig frekar heima. Þeir sem eiga að mæta í próf á morgun geta komið í próf mánudaginn 17. febrúar. Próf sem eiga að vera kl. 9 á morgun verða haldin kl. 9 á mánudag. Próf sem eiga að vera kl. 13:00 á morgun verða kl. 11 á mánudag. Sjúkrapróf fyrir fimmtudaginn 13. febrúar verða kl. 9:00 nk. mánudag eins og til stóð.

Kjósi nemendur að mæta til prófs á morgun þá mun verða boðið upp á þeir geti tekið sín próf samkvæmt próftöflu. Mælt er þó með að enginn taki neina áhættu og fylgi ábendingum yfirvalda vegna rauðrar viðvörunar.

Kveðja, Snjólaug Bjarnadóttir, aðstoðarskólameistari