Umhverfisvika í FG

Umhverfisvika var haldin í FG um miðjan september.
Umhverfisvika var haldin í FG um miðjan september.

Umhverfisvika var haldin í FG um miðjan september og meðal þess sem gert var er að útskriftarnemendur haustannar mættu í gróðurreit sem FG hefur fengið úthlutað í svæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Smalaholti. Þar var plöntun stungið niður.

Veðrið var eins og best verður á kosið og voru 45 trjáplöntur gróðursettar í reitinn. Þetta er vonandi upphafið að nýrri hefð þar sem útskriftarnemendur fá að gróðursetja sitt/sín tré og um leið er stuðlað að kolefnisjöfnun ýmissar starfsemi á vegum skólans.

Nemendur stóðu sig vel og eftir vel unnið verk var hressing á boðstólnum þar sem boðið var upp á brauð og drykk.