Upphaf haustannar 2021

Kæru nemendur - velkomin í skólann á haustönn 2021 

Opnað verður fyrir stundatöflur ekki síðar en 17. ágúst.  

Töflubreytingar verða eingöngu á rafrænu formi og er hægt að sækja um breytingar frá þeim tíma sem stundatöflur eru opnar. Farið er í töflubreytingar hægra megin á upphafsíðu Innu. Óskir um töflubreytingar verða afgreiddar eins hratt og hægt er. Ekki er gert ráð fyrir að nýnemar breyti töflum nema í undantekningatilfellum og útskriftarnemendur breyta sínum töflum í samráði við Snjólaugu Elínu Bjarnadóttur aðstoðarskólameistara. Hægt er að sækja um töflubreytingar til og með 23. ágúst. 

Nýnemakynning fer fram 18. ágúst kl. 10.00 í Urðarbrunni.  

Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá 19. ágúst. 

Kynningarfundur forráðamanna nýnema fer fram fimmtudaginn 26. ágúst kl. 17.30. Í kjölfar fundarins fer fram aðalfundur Foreldraráðs FG.  

Að öllu óbreyttu gerum við ráð fyrir grímuskyldu og verða grímur og spritt við inngang í skólann. Einnig er hugsanlegt að breytingar verði á reglum um sóttvarnir í framhaldsskólum og munum við tilkynna um slíkt um leið og þær liggja fyrir. Þar af leiðandi er hugsanlegt að ofangreind dagskrá geti breyst. 

Kristinn Þorsteinsson
Skólameistari