Upphaf miðannar 2020-21

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 16. nóvember. Kennsla á sérnámsbraut og á listnámsbraut verður að mestu í skólanum. Í skólanum er enn í gildi tveggja metra fjarlægðarregla og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð öllum stundum.  Flestir bóknámsáfangar verða í fjarnámi til að byrja með en nokkrir fámennir áfangar verða í skólanum. Upplýsingar um fyrirkomulag kennslu koma frá hverjum kennara fyrir sig.
Vonandi verður hægt að auka staðkennslu fljótlega.
B.kv. Kristinn Þorsteinsson
skólameistari
e-mail: kristinn@fg.is