Upphaf vorannar 2020

Laugardagur 22. febrúar
Stundatöflur nemenda verða birtar og opnað verður fyrir óskir um töflubreytingar á Innu.

Mánudagur 24. febrúar
Töflubreytingar kl. 10:00 – 12:00 og 14:00 – 16:00.
Snjólaug tekur á móti nemendum sem ætla að útskrifast í vor til að yfirfara námsferilinn og framkvæma töflubreytinga sé þess þörf.
Töflubreytingar kl. 10:00 – 16:00.
Þeir nemendur sem ætla að útskrifast í haust fara til Kristínar Helgu. Aðrir nemendur fara til námsráðgjafa í töflubreytingar.

Þriðjudagur 25. febrúar
Nemendur hitta kennara sína skv. hraðtöflu. HRAÐTAFLA
Töflubreytingar kl. 9:00 – 16:00
Útskriftarefni í vor fara til Snjólaugar (9:00 – 11:30).
Útskriftarefni í nóvember fara til Kristínar Helgu.
Aðrir nemendur fara til námsráðgjafa eða Guðmundar Stefáns.
Kl. 16:00 Lokað verður fyrir rafrænar töflubreytingar.

Miðvikudagur 26. febrúar
Kennsla samkvæmt stundatöflu.