Upphitun fyrir ballið á miðvikudaginn

Kebabibois á fullu gasi!
Kebabibois á fullu gasi!

Það glumdi í skólanum í hádeginu mánudaginn 16.september, en þá mætti dúettinn eða tvíeykið "Kebabibois" og skemmti nemendum.

Halda mætti að þeir hafi drukkið heilt bretti af orkudrykkjum fyrir atriðið - slík var keyrslan! En þetta fór bara vel ofan í viðstadda.