Uppselt á skíði til Noregs

Hafjell er eitt besta og vinsælasta skíðasvæði Noregs
Hafjell er eitt besta og vinsælasta skíðasvæði Noregs

Eins og nemendur hafa séð á göngum skólans stendur til að fara mikla skíðaferð til Noregs um mánaðarmótin janúar/febrúar á næsta ári.

Fara á til Hafjell, sem er í um 2 klukkustunda fjarlægð frá, og norður af Osló. Rétt hjá Hafjell er Lillehammer, en þar héldu Norðmenn vetrarólympíuleika árið 1994 og þá var einmitt svæðið við Hafjell einnig notað. Norðmenn eru miklir skíðagarpar og eiga toppfólk í öllum skíðaíþróttum, sjá mynd neðst sem fylgir. Uppselt er í ferðina en alls munu um 50 nemandur fara og skíða á þessu frábæra svæði. Gist verður á staðnum.

Ritari FG.is var staddur með íslenskum hópi í Hafjell fyrir tveimur árum síðan í yndislegri veðurblíðu og þær myndir sem fylgja sýna það sem nemar FG geta átt von á.