Útskriftarnemar FG gróðursetja

Í tilefni umhverfisviku gróðursetti útskriftarhópur annarinnar trjáplöntur í Smalaholti við Vífilsstaðavatn.

Veðrið lék við hópinn og setti hópurinn niður um 50 birkiplöntur af miklum dugnaði.

Hópurinn naut útiveru, samveru og eftir vinnuna, smá veitinga.

Gróðurreiturinn sem okkur var úthlutað af Skógrækt Garðabæjar er óðum að fyllast af trjám sem með tímanum mun gera landið enn betra til útivistar, auka fjölbreytileika lífríkis, binda koltvísýring og þar með vinna að umhverfismarkmiðum skólans.

Útskriftarnemar gróðursetja og njóta veitinga