Útvarp Salsa komið í loftið á fm 106,5

Í útsendingu hjá Útvarpi Salsa, fm 106,5
Í útsendingu hjá Útvarpi Salsa, fm 106,5

Hið alþekkta Salsa-ball FG verður haldið á fimmtudagskvöldið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Fólk er búið að panta tíma í "brúnkun" og hvaðeina, því enginn vill vera eins og næpa á ballinu. Upphitunin á öldum ljósvakans er einnig komin á fullt, Útvarp Salsa, fm 106,5 er komið í loftið. Tíðindamaður fg.is leit við í stúdíóinu og þar var margt um manninn, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það var símatími í gangi og því lítið spjallað. Ritari komst þó að því að sá með hvítu derhúfuna, er sjálfur útvarpsstjórinn, hann Andri Páll Guðmundsson. Á ballinu taka Stuðmenn, band kvöldsins, MJÖG sennilega þetta lag (frá tónleikum í Royal Albert Hall í London).