Vegna veðurspár: Tilkynning frá skólameistara

Vegna veðurspár fyrir næsta sólarhring hefur skólameistari FG sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

,,Kæru nemendur og forráðamenn: Vegna slæmrar veðurspár hvet ég nemendur utan höfuðborgarsvæðisins til að halda sig heima á morgun.

Hvað aðra nemendur varðar þá mun veðrið ekki skella á fyrr en seinnipartinn og munum við skoða ástandið í fyrramálið hvað varðar kennslu eftir hádegi."