Það var röð í fyrsta grill NFFG, en þau eiga eftir að verða fleiri.
Kennsla er komin á fullt eftir sumarleyfi og skólinn iðar af lífi, enda stærsti grunnskólaárgangur í sögu Íslands að hefja nám í framhaldsskólakerfi landsins, sem telur alls um 35 skóla.
Skólabyrjun þýðir líka að félagslífið fer á fullt. ,,Grillmatur er góður" segir í einhverri auglýsingu og myndin sem fylgir fréttinni er einmitt frá grilli NFFG föstudaginn 22.ágúst, það voru margir til í grillaða pylsu/pulsu. Félagslífið er gríðarlega mikilvægur hluti af skólanum og hvetjum við nemendur til að taka virkan þátt í því.
Ýmsar framkvæmdir hafa verið í FG í sumar, sem meðal annars hafa það að markmiði að þeim 750 nemendum (eða um það bil) líði sem best í skólanum og að aðstaðan sé góð og örugg.
Haustönn stendur til 4.nóvember, sem er síðasti kennsludagur hennar.
Hér eru svo nokkrar mikilvægar dagsetningar:
Úrsagnareindagi 04/09.
Námsmatsdagar 18/9 og 19/09.
Námsmatsdagur 07/10.
Frídagur 20/10.
Námsmatsdagur 29/10.
FG.is óskar nemendum góðs gengis - verið öll hjartanlega velkomin í skólann.