Nokkrir leikmunir í Gulleyjunni.
Kennsla á vorönn í FG er komin á fulla ferð og stendur hún til 31.maí, en þann daginn verður brautskráning.
Það sem ber hæst á vorönn er t.d. Imbru-dagskráin, árshátíð nemenda og uppfærsla og sýning leikritsins Gulleyjunnar.
Páskafrí stendur dagana 12. til 21. apríl og þá eru einnig sumardagurinn fyrsti (24.4) og 1.maí frídagar.
Nemendasýning á Gulleyjunni verður þann 12.mars næstkomandi og að sögn heimildarmanns FG.is ganga æfingar vel.
Byrjað er að taka ,,rennsli" (þá er allt leikritið keyrt í einu). Um er að ræða sjóræningjasögu og á myndunum sem fylgja með, má sjá nokkar leikmuni.
Skrifari minnist ekki þess að hafa séð fallbyssu áður í FG. Þetta verður eitthvað...