18.8.2020 Fyrirkomulag kennslu

Kæru nemendur og aðstandendur

Við höfum eðlilega fengið mikið af spurningum varðandi fyrirkomulag á kennslu í haust í ljósi ástandsins í samfélaginu. Þetta er allt að skýrast en kennarar voru með fyrsta vinnudag í dag og því koma ekki upplýsingar frá þeim fyrr en í lok vikunnar.

 • Kennt verður eftir stundatöflu eins og hún er í Innu. Gert er ráð fyrir að nemendur séu með tölvu eða sambærileg snjalltæki í skólanum.
   
 • Kennslan verður sambland af fjarnámi og dagskóla, nema í listnámi og þeim áföngum sem eru fáir nemendur. Í listnámi verður að mestu full staðkennsla samkvæmt stundatöflu, í einhverjum tilfellum gætu tímar færst í fjarnám og þá koma upplýsingar um það frá kennara.
   
 • Í fjölmennari áföngum verður hópunum skipt í tvennt og mætir annar hópurinn í fyrri 120 mínútna tímann í stokknum og hinn hópurinn í seinni 120 mínútna tímann í stokknum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag mun koma frá hverjum  kennara fyrir sig. 80 mínútna tíminn sem hefst klukkan 11:15 (nema á föstudögum kl. 13:10) verður kenndur í fjarkennslu nema í listnámi og einstaka fámennum áfanga.
   
 • Aðalatriðið er að upplýsingar koma frá hverjum kennara fyrir sig og verða nemendur að fylgjast afar vel með skilaboðum frá kennurum og upplýsingum í Innu. Á svona tímum þurfa nemendur að axla aukna ábyrgð á sínu námi. Eins er mikilvægt að fylgjast með tilkynningum frá skólanum.
   
 • Mötuneytið verður opið en verður með sérinngangi sem er neyðarútgangurinn í mötuneytinu.
   
 • Bókasafnið verður opið en notar sérinngang sem er neyðarútgangurinn í bókasafninu.
   
 • Ef nemendur þurfa að bíða á milli tíma þá geta þeir farið á bókasafnið, farið í mötuneytið eða beðið í þeirri stofu sem þeir voru í síðast.
   
 • Skólanum verður skipt upp í fimm svæði þar sem hvert svæði verður með sér inngangi.  Við hvern inngang eru sóttvarnir aðgengilegar og skulu allir nota þær sem koma inn á nýtt svæði. Öll svæði eru með salerni. Sérstakar póstur kemur á morgun með útskýringu á hvernig skipting er í svæði og hvar hver inngangur er.

Nú er örugglega mörgum spurningum ósvarað og munum við reyna að svara þeim eftir bestu getu. Gallinn er sá að eina vissan er að það er óvissa framundan. Þó hef ég fulla trú á því að innan skamms getum við opnað fyrir eðlilegra skólastarf. 

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson
skólameistari
e-mail: kristinn@fg.is