Móttaka nýnema

Tilkynning til nemenda

Kæru nýnemar,

Velkomin í FG!
Skólinn verður með öðru sniði en þið áttuð sennilega von á. Við munum reyna að upplýsa ykkur eins vel og hægt er. Kennsla verður sambland staðnáms og fjarnáms, kennt verður eftir stundatöflu. Þið munuð fá nánari upplýsingar um fyrirkomulag kennslunnar í næstu viku. Við erum öll boðin og búin til að aðstoða ykkur ef það er eitthvað. Verið óhrædd að leita til okkar.

Allir nýnemar eru í lífsleiknihóp (LÍFS1sl03). Hver lífsleiknihópur er merktur frá 1 til 7. Nýnemar sem eru í sama hóp, eru saman í umsjón, lífsleikni og íþróttum.

19. ágúst. Staður: Urðarbrunnur(hátíðarsalur skólans, gengið niður stigann)
10:00 Hópar 1, 2 og 3
11:00 Hópar 4, 5, 6 og 7

20. ágúst. Staður: Urðarbrunnur, mötuneyti nemenda, fyrirlestrasalur og kennarastofa
9:00 Hópur 1 (Urðarbrunnur) hópur 2 (mötuneyti nemenda), hópur 3 (fyrirlestrasalur)
10:30 Hópur 4 (Urðarbrunnur), hópur 5 (mötuneyti nemenda), hópur 6 (fyrirlestrasalur), hópur 7 (kennarastofa)

21. ágúst. Staður: fyrir utan skólann.
10:00-12:00 hópar 1,2 og 3.
13:00-15:00 hópar 4,5,6 og 7.

Við hlökkum til að sjá ykkur og gangi ykkur vel í FG!