Brautskráning

Brautskráning í FG 

Brautskráning fer fram laugardaginn 30. maí í Urðarbrunni, hátíðarsal skólans, klukkan 11:00. Viðstaddir athöfnina verða útskriftarnemar og stjórnendur. Streymt verður frá athöfninni á Youtube og verður slóð á streymið sett á heimasíðu skólans föstudaginn 29. mars. Ljósmyndari verður á staðnum og verða myndirnar gerðar aðgengilegar fyrir nemendur síðar um daginn. Að lokinni athöfn fer fram myndataka af nýútskrifuðum nemendum í Útgarði, sem er útisvæði austan við skólann. Þar munu starfsmenn einnig heiðra nemendur. Ef veður leyfir verður einnig útsending frá Útgarði. Viðstöddum er bent á að kynna sér veðurspá og hafa regnhlíf með ef þörf er á. 

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson
skólameistari
e-mail: kristinn@fg.is