Brautskráning af haustönn 2022

Brautskráning í Urðarbrunni 18.nóvember 2022.
Brautskráning í Urðarbrunni 18.nóvember 2022.

Brautskráning í FG af haustönn 2022 fór fram í Urðarbrunni þann 18.nóvember síðastliðinn. Þá brautskráðust 36 nemendur, flestir af flestir af náttúru og viðskiptafræðabrautum, eða alls sjö af hvorri, en þar á eftir komu listabrautir með fimm nemendur brautskráða.

Það var Guðmundur Grétar Magnússon sem opnaði hátíðina með því að flytja lagið ,,Gamli skólinn“ eftir Magnús Eiríksson úr hljómsveitinni Mannakornum og hlaut hann góðar undirtektir.

Síðan fylgdi brautskráning, afhending viðurkenninga, kveðja frá skólanefnd og ávarp nýstúdents, sem Íris Jóna Erlingsdóttir flutti. Athöfninni lauk síðan með fjöldasöng, ‚,Íslands minni.“