Vika gegn fordómum í FG

Vika gegn fordómum stendur nú yfir í FG
Vika gegn fordómum stendur nú yfir í FG

Vikan 22.janúar til 26.janúar 2024 í FG er tileinkuð fordómum og vörnum gegn þeim, en fordómar eru jú almennt taldir eitt það versta sem fyrirfinnst í hverju samfélagi. Það er Hinseginfélag FG sem stendur meðal annars fyrir vikunni.

Á dagskránni er meðal annars að finna:

Þriðjudagur: Fyrirlestur um ADHD frá ADHD félaginu í smiðjutíma (10:30) í stofu A307. 

Fimmtudagur: Fyrirlestur frá Einhverfusamtökunum í smiðjutíma (10:30) í stofu A307.

Fjölmargir tónlistarmenn hafa sungið um allskyns fordóma í gegnum tíðina, bæði kynþáttafordóma og eins gegn samkynhneigðum ,,hinsegin fólki“ og öðrum.

Einn þeirra er breski lagasmiðurinn Tom Robinson, en lag hans ,,Glad to be Gay“ varð að baráttusöng samkynhneigðra og hinsegin fólks í Bretlandi á sínum tíma. Fram til ársins 1967 var samkynhneigð glæpur í Bretlandi og var refsingin fangelsisvist.