FG mætir MR í úrslitum í Gettu betur

Föstudaginn 11.mars varð það ljóst að FG mun mæta Menntaskólanum í Reykjavík, MR, í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, árið 2022.

Keppni MR og Versló var geysispennandi og það þurfti bráðabana til að ná fram úrslitum og þar vann MR á spurningu um skák.

Úrslitin fara fram næstkomandi föstudag, 18.mars, daginn eftir árshátíð FG.

FG.is skilst að þau Þráinn, Dagmar og Kjartan sitji nú sveitt við æfingar, enda ekki vanþörf á. Það er verðugum andstæðingi að mæta.

FG vann Gettu betur árið 2018 í fyrsta sinn (sjá mynd) og það væri ljúft að endurtaka það. Áfram FG!

Mynd af liði FG: MBL.is/Kristinn.