Forkeppni Söngkeppni framhaldsskólanna

Á morgun, fimmtudaginn 2.mars, fer fram forkeppni í FG vegna Söngkeppni framhaldskólanna. Keppni sem þessi getur reynst stökkpallur út í frekari feril á sviði tónlistar. Fjöldi keppenda verður á svæðinu til að hefja upp raust sína, og auðvitað fer keppnin í FG fram í Urðarbrunni.

Sá sem vinnur verður fulltrúi FG í Söngkeppni framhaldskólanna en lokakeppnin fer fram í Kaplakrika þann fyrsta apríl og þá verður væntanlega mikið húllumhæ.

Stuðið hefst stundvíslega kl. 19.00.