Gettu betur: FG fer vel af stað

Spurningakeppnin Gettu betur er hafin
Spurningakeppnin Gettu betur er hafin

Lið FG í Gettu betur byrjaði keppni ársins vel, en liðið keppti í fyrstu umferð sem fram fór á Rás 2 þann 10.janúar.

Liðið mætti Menntaskóla Borgarfjarðar og hafði betur en viðureigninni lauk með sigri FG, sem fékk 29 stig en Borgfirðingar hlutu átta stig.

Þá tryggði Verslunarskóli Íslands sér einnig áframhaldandi þátttöku seinna sama kvöld með sigri á Fjölbrautaskóla Suðurnesja.