Göngum vel um skólann

Það er stundum sagt; ,,umgengni lýsir innri manni." Það er afar mikilvægt að við göngum vel um skólann okkar, en hér starfa yfir 700 manns á hverjum degi. Víða um skólann eru fyrirtaks ruslafötur, sem hreinlega þyrstir í rusl. Endilega verum dugleg og fyllum þær af rusli, en ekki borðin, stóla, ganga skólans, eða álíka. Við viljum hafa FG fínan ekki satt?