Jarmið á Sjálandi á mánudaginn

Það verður örugglega tekið á því á Sjálandi, eins og á þessari mynd, sem er auðvitað gerð með gervig…
Það verður örugglega tekið á því á Sjálandi, eins og á þessari mynd, sem er auðvitað gerð með gervigreind.

,,Við ætlum bara að hafa þetta mjög flott og skemmtilegt,“ sagði forseti NFFG, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, aðspurð um það hvernig Jarmið 2026 yrði næstkomandi mánudag, 19.janúar.

Jarmið er sönglagakeppni NFFG og undakeppnin í skólanum fyrir Söngkeppni framhaldskólanna, sem haldin verður seinna í vor. Halla er einmitt í undibúningsnefndinni þar.

,,Jarmið verðu haldið á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ að þessu sinni, það eru tólf atriði skráð til leiks, svo verða skemmtiatriði og dómnefnd sem kveður upp lokaúrskurð,“ sagði Halla. ,,Sigga Eir okkar er þar, Bjarni Daníel og Eygló Scheving bætti Halla snögglega við.

FG hefur átt marga glæsilega fulltrúa í Söngkeppni framhaldskólanna og árið 2023 vann einmitt fullrúi FG, Sesselja Ósk Stefánsdóttir, með laginu Turn Me On, með hinni frábæru Noruh Jones. ,,Það verður alveg örugglag margt frábært á keppninni í ár,“ sagði Halla í samtali við FG.is og stökk svo af stað.

Herlegheitin hefjast klukkan 19.30.