Jólahlýja frá nemendum til kennara

Hún hlýjaði um hjartarætur kennara FG, gjöfin sem blasti við þeim mánudagsmorguninn 14.desember. ,,Leynifélag" nemenda hafði tekið sig til og keypt góðgæti handa kennurum og látið fylgja með falleg orð. Það var ekki vanþörf á þessu, því undanfarnar vikur og mánuðir hafa reynt á alla, bæði kennara og ekki síst nemendur. En allir hafa gert sitt besta. Þetta var virkilega falleg gjöf og er ,,Leynifélagi" nemenda þakkað kærlega fyrir. Frá þessu skemmtilega ,,uppátæki" var meðal annars sagt frá á mbl.is og ruv.is. Kennslu fyrir jól er nú að ljúka í FG og samkvæmt dagatali skólans á hún að hefjast aftur mánudaginn 4.janúar 2021. GLEÐILEG JÓLIN!