,,Kúl" í Skúl!

Hjá Sari er margt skemmtilegt brallað í myndlistinni.
Hjá Sari er margt skemmtilegt brallað í myndlistinni.

Það er yfirleitt líf og fjör í myndlistinni hjá Sari Maarit Cedergren og þar fást nemendur við allskonar form af list. Hér eru nokkrar myndir sem sýna afraksturinn í SKÚLþv05, en ,,skúl“ stendur fyrir ,,skúlptúr“ og ,,þv“ stendur fyrir þrívídd.

Unnið var með innsetningar, spunaskúlptúra, þrívíddarteikniforrit og flóknari líkanagerð, segir í stuttri orðsendingu frá Sari, en allt þetta var gert á miðönninni sem er nýlokið.