Lýðræðisvika í næstu viku

Lýðræði er ekki bara kosningar
Lýðræði er ekki bara kosningar

Vegna komandi þingkosninga hér á landi þann 25. september verður haldin lýðræðisvika í FG dagana 6. til 10. september.

Rætt verður um mikilvægi lýðræðis, en í hugtakinu býr annað og meira en bara að kjósa í kosningum, t.d. mannréttindi og það sem kalla mætti almenn réttindi þegnanna.

Miðvikudaginn 8. september koma svo fulltrúar þeirra flokka sem eru í framboði til Alþingis í heimsókn og kynna stefnumál sín. Daginn eftir verður síðan settur upp kjörklefi, þar sem nemendur geta kosið í því sem kallast Skuggakosningar.

Lýðræðinu þarf að halda lifandi, það er eins og viðkvæm planta, því hægt er að rífa það upp með rótum. Dæmi úr heimssögunni sýna það.