Naglbítur: FG mætir MR í undanúrslitum Gettu betur

FG mætir MR í undanúrslitum Gettu betur föstudaginn 3.mars.
FG mætir MR í undanúrslitum Gettu betur föstudaginn 3.mars.

 

Nú er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

FG fær verðugan andstæðing til að glíma við, en það er MR, margfaldur meistari í Gettu betur. FG er líka meistari í Gettu betur, vann keppnina árið 2018 og varð í öðru sæti í fyrra. Allt getur því gerst

Hin tvö liðin í undanúrslitum eru Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Suðurnesja.

FG mætir MR næsta föstudag, 3.mars á RÚV og hinir tveir skólarnir mætast svo viku seinna.

Vonandi verður þetta ,,naglbítur“. Áfram FG...og berjast!

Hér er svo eitt stórskemmtileg augnablik frá 2015, þegar nemandi okkar, Tómas Geir Howser, kallaður ,,Tilfinninga-Tómas" sló í gegn í Gettu betur, svo um munaði! Þá varð FG líka í öðru sæti, en vann hug og hjörtu landsmanna.