Reimt frumsýndur - sló í gegn

Leikhópurinn að baki Reimt að lokinni frumsýningu. Þorvaldur t.v. fremst og síðan feðginin Brynhildu…
Leikhópurinn að baki Reimt að lokinni frumsýningu. Þorvaldur t.v. fremst og síðan feðginin Brynhildur Karlsdóttir (dansar) og höfundurinn, Kar Ágúst Úlfsson.

Söngleikurinn Reimt, eftir Karl Ágúst Úlfsson, við tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, var frumsýndur í Urðarbrunni föstudaginn 6.mars við mikinn fögnuð áhorfenda. Það er óhætt að segja að um sé að ræða enn einn ,,leiksigurinn" fyrir Verðandi, leikfélag FG. Ekki var annað að heyra en að gestir hafi skemmt sér konunglega. Upplýsingar um næstu sýningar og miða er að finna á www.tix.is

 Til haminguju FG!