Skuggakosningu lokið

Kosið í Skuggakosningunni í FG
Kosið í Skuggakosningunni í FG

Skuggakosning fór fram í FG fimmtudaginn 9.9.2021 og voru þær hluti af lýðræðisvikunni í FG, í sambandi við kosningar til Alþingis. Hvernig kusu svo FG-ingar? Verður liturinn blár, grænn, eða rauður? Það verður áhugavert að sjá, en úrslit skuggakosninganna verða birt þegar kjörstöðum í alvörukosningunum verður lokað, laugardagskvöldið 25.september. 

Nú, þeir FG-ingar sem eru komnir með alvöru kosningarétt eru eindregið hvattir til þess að nýta sér rétt sinn til að taka þátt og kjósa í lok september. Kosningaréttur er nokkuð sem ekki er sjálfgefið og alls ekki allir jarðarbúar sem njóta slíkra réttinda.

Takið þátt - hafið áhrif!