Styttist í Heathers

Það styttist í frumsýninguna á söngleiknum Heathers í FG
Það styttist í frumsýninguna á söngleiknum Heathers í FG

Það styttist óðfluga í frumsýningu á söngleiknum Heathers, sem Verðandi, leikfélag FG er að setja upp þessa dagana.

Allt er á fullu og öllu er tjaldað til. Æfingar ganga vel og er mikil spenna i hópnum.

Við erum líka spennt að sjá stykkið, enda leiksýningar Verðandi gjarnan einn helsti hápunktur félagslífsins í skólanum á hverju ári.

Fjölmargir taka þátt í uppsetningunni og hleypur kostnaðurinn á milljónum.

Myndirnar eru frá fésbókarsíðu Verðandi, sem öllum er frjálst að skoða.