Tilkynning frá skólameistara !

Kæru nemendur og aðstandendur

Covid-19 hefur áhrif á skólastarf heldur fyrr en við bjuggumst við. Nú þegar eru nokkrir nemendur sýktir, nokkrir eru í sóttkví og talsvert fleiri í smitgát. Þeir aðilar sem þetta á við hafa þegar fengið tilkynningar í tölvupósti og eða símtölum. Ef þið hafið ekki fengið tölvupóst frá skólanum skoðið þá  endilega ruslpóstinn ykkar því talsvert er um að tilkynningar sendar í fjölpósti fari í ruslpóst.

Það er ekki aðeins nemendur sem eru smitaðir. Vegna Covidsmita hjá rekstraraðilum mötuneytisins verður mötuneytið lokað. Því verður engin sala í mötuneyti nemenda næstu viku (23. – 27. ágúst) né hafragrautur á boðstólum. Vonandi verður hægt að opna mötuneytið eftir það. Því bendum við nemendum á að taka með sér nesti næstu daga.

Þetta ástand undirstrikar mikilvægi þess að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Við skorum á nemendur að vera alltaf með grímu og gæta að sóttvörnum allar stundir. Enn fremur skorum við á þá sem hafa ekki fengið bólusetningu að gera það sem fyrst og nýta sér viðbótarsprautu ef það er í boði.

Kennsla verður óbreytt á mánudaginn og vonandi kemur ekki til frekari lokana.  

Fyrir þá sem eru í sóttkví eða einangrun bendi ég á leiðbeiningar sem voru birtar á heimasíðu skólans og sendir í tölvupósti.

Heilbriðisyfirvöld hafa endurskoðað reglur um sóttkví með það að leiðarljósi að sóttkví hafi sem minnst áhrif á skólastarf. Viðkomandi reglur má sjá hér.