Upphaf haustannar 2025

Skólastarf haustannar hefst með móttöku nýnema þriðjudaginn 19. ágúst frá kl. 13-16. Miðvikudaginn 20. ágúst verða námskeið fyrir nýnema um nám í FG.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 21. ágúst og kennt verður samkvæmt hraðtöflu. Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu fyrir upphaf kennslu og fá nemendur og forsjárfólk póst þegar stundatöflur eru tilbúnar.

Námsgagnalisti er aðgengilegur á heimasíðu skólans og er ætlast til að nemendur útvegi námsgögn þegar þeir hafa fengið stundatöflur haustannar. Nemendur og forsjárfólk nemenda undir 18 ára hafa aðgang að kennslukerfinu Innu en nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Í Innu er haldið utan um nám nemenda, einkunnir og viðveru. Ef nemendur vilja gera töflubreytinar sækja þeir um þær gegn um Innu.

Innritun á haustönn er lokið og skólinn fullsetinn.