Authenticator - uppsetning

 1. Byrjaðu á því að sækja appið í símanum: Farið í Play store í Android síma/App store í iPhone síma og finnið app sem heitir Microsoft Authenticator.
 2. Farðu inn á aka.ms/mfasetup í tölvunni þinni / eða þú ert nú þegar lent/ur í skrefi 4.
 3. Skráðu þig inn með skólanetfanginu þínu.
 4. Þá ætti að koma upp að þið þurfið að veita meiri upplýsingar, veljið Next.
 5. Þá ætt­i að blasa við síða sem heitir Keep your account secure. Þar skal smella á Next þangað til að QR kóði birtist.
   
 6. Þegar hann blasir við færi þið ykkur í símann aftur og opnið Microsoft Authenticator appið sem þið sóttuð.
 7. Ef þú ert að nota appið í fyrsta skipti getið þið mögulega smellt beint á Scan QR code annars þarf að smella á punktana 3 í efra hægra horninu og smella á Add account og síðan Work or school account.
 8. Skannið QR kóðann í símanum og smellið á Next á síðunni.
 9. Nú færð þú prufu tilkynningu í símann sem þarf að samþykkja með því að smella á Approve á tilkynningu í símanum.
 10. Að lokum gæti verið að þú sért spurður um símanúmer, það er skráð sem varaleið og mikilvægt að fylla það út