Setja inn Office

Öllum nemendum og starfsfólki í FG stendur til boða afnot af Office forritum Microsoft. Hver notandi getur hlaðið forritunum niður á allt að fimm tæki (tölvur, spjaldtölvur og/eða snjallsíma). 
Hér að neðan eru leiðbeiningar fyrir þá sem vilja notfæra sér þennan kost. Hafa þarf aðgangsorð og lykilorð tilbúið, hafið samband við kerfisstjóra (kerfisstjori@fg.is) ef þau vantar.
Athugið að um leið og nemandi hættir námi rennur leyfi til að nota forritin út.

1. Farðu inná www.fg.is og smellið á Vefpóstur og skráið ykkur inn.

Ath. þið þurfið að auðkenna ykkur með síma ef þið eruð utan skólanets NÁNAR

Vefpóstur

2. Smellið á sex litla kassa í vinstra horni.

Valstika

3. Smella á Office 365

Office365

4. Smella á Install Office og velja Office 365 apps.

Valmynd office

5. Fylgið leiðbeiningum sem birtast á skjá.