Fréttir & viðburðir

Fréttir & tilkynningar

16.10.2020

Stofnun ársins: FG í öðru sæti í sínum flokki

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ varð í öðru sæti í sínum flokki í keppninni um "stofnun ársins". Stjórnendum skólans var afhent viðurkenningarskjal af því tilefni föstudaginn 16.október. Flokkurinn sem FG keppti í eru stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Sú stofnun sem vann í þessum flokki var Nýsköpunarmiðstöð Íslands, en fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að ráðherra nýsköpuarmála hyggst leggja hana niður. Ef það gerist færist FG þá ekki upp um sæti? Er nema von að spurt sé?