Bréf til nýnema frá kerfisstjóra

Hér fyrir neðan er bréf sem hefur verið sent á nýja nemendur í FG.

Það er sent á "Einkanetfang" sem skráð er í Innu og inniheldur flest það sem nemendur þurfa að vita um tæknimál í FG.

--------------------------------------

Kæri nemandi,                      
Gott að sjá þig í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.

Aðgangsupplýsingar þínar eru:

Notendanafn:         kennitala@fg.is
Lykilorð:                   xxxxxxxxxxxxx

Minnum á vef skólans, http://www.fg.is

Í Innu eru upplýsingar um allt sem tengist námi og nemendabókhaldskerfi skólans. Nemendur skrá sig inn með Rafrænum skilríkjum.

Það er mikilvægt að réttar upplýsingar um netfang og símanúmer nemenda séu skráðar í Innu því skólinn sendir nemendum ýmsar tilkynningar í tölvupósti og með SMS.

Skólinn veitir aðgang að Office 365. Hér eru leiðbeiningar.

Tveggja þátta auðkenningu þarf til að tengjast Office 365 utan skólans. Hér eru leiðbeiningar um það.

Um leið og þú hefur skráð þig inn í vefpóstumhverfið færðu tækifæri á að setja upp Microsoft Office skrifstofupakkann, það er t.d. ritvinnslan Word og töflureiknirinn Excel.
Aðgangurinn gildir einnig að prófakerfinu Inspera. Hér eru leiðbeiningar um Inspera.

Nánari leiðbeiningar eru á heimasíðu skólans: https://www.fg.is/is/nemendur/namsradgjof/tolvuthjonusta