Fréttir

Sæmd gullmerki FG

Við brautskráningu þann 27.maí síðastliðinn voru þrír starfsmenn Fjölbrautaskólans í Garðabæ kvaddir og sæmdir gullmerki skólans fyrir vel unnin störf. Guðmundur Ásgeir Eiríksson, tækni og netstjóri hóf störf árið 2000 og sá um tölvu og tæknimál á breiðum grundvelli. Ingibjörg Ólafsdóttir hóf kennslustörf árið 2001 og kenndi fatahönnun og textílgreinar í Myndlistadeild skólans. Snjólaug Elín Bjarnadóttir hóf störf við skólann árið 1987 og er hún með lengsta starfsferil skólans, en skólinn hóf starfsemi árið 1984. Snjólaug gegndi ýmsum störfum, bæði sem kennari, deildarstjóri, stallari og áfangastjóri. Síðustu árin hefur Snjólaug verið aðstoðarskólameistari við hlið Kristins Þorsteinssonar. Færir skólinn þeim góðar þakkir fyrir störf í þágu skólans og er þeim óskað velfarnaðar.
Lesa meira

Agnes og Bjarni dúxar á vorönn

Brautkskráning númer 39 hjá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ fór fram laugardaginn 27.maí kl. 11.00 að viðstöddu fjölmenni. Af þeim 116 sem útskrifuðust voru 28 af náttúrufræðibraut, 21 af viðskiptabraut, 20 af félagsvísindabraut, 16 af listnámsbrautum, 13 af íþróttabraut, 11 af hönnunar og markaðsbraut, fjórir af alþjóðabrautum og þrír með lokapróf frá FG. Dúx varð Agnes Ómarsdóttir, með 9,8 í meðleinkunn og semi-dúx varð Bjarni Hauksson, með 9,5 í meðaleinkunn. Samfélagsverðlaun skólans fékk Guðmundur Grétarsson Magnússon, en þau verðlaun fær nemandi sem sett hefur sérstakan og skemmtilega svip á skólann. Hann flutti einnig frumsamið lag í einu tónlistaratriða athafnarinnar, en athöfnin hófst með því að Sesselja Ósk Stefánsdóttir flutti lagið Turin Me On, eftir Noruh Jones. Sesselja sigraði fyrir skömmu Söngkeppni framhaldsskólanna. Ávarp nýstúdents flutti Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir. Á þriðja tug nemenda fékk verðlaun fyrir góða skólasókn og fleiri nemendur hlutu verðlaun í allskyns námsgreinum. Í athöfninni fengu þrír starfsmenn gullmerki FG, fyrir áratuga störf við skólann, en þetta voru þau Guðmundur Ásgeirsson, netstjóri, Ingibjörg Ólafsdóttir myndlistarkennari og Snjólaug Bjarnadóttir, aðstoðarskólameistari. Er þeim þakkað fyrir vel unnin störf við skólann.
Lesa meira

Brautskráning 27.maí kl. 11.00

Brautskráning nemenda á vorönn 2023 fer fram laugardaginn 27. maí í Urðarbrunni, kl. 11.00. Um stóran hóp er að ræða og því má búast við fjölda gesta. Því er mikilvægt fyrir gesti að mæta tímanlega til að fá stæði og forðast raðir.
Lesa meira

Sigurkarl þrammar með nemendur um Búrfellsgjá

Sigurkarl jarfræðikennari er duglegur að þramma um lendur skersins með nemendur sína og um daginn skrapp hann með hóp jarðrfæðinema í Búrfellsgjá. Í tilkynningu frá Sigurkarli segir: ,,Um daginn fóru jarðfræðinemar í lauflétta gönguferð um Búrfellsgjá að Búrfellsgíg þar sem mikil hraun hafa runnið fyrir um 7000 árum og skilið eftir sig mörg hraun eins og Gálgahraun, Garðahraun, Molduhraun og Vífilsstaðahraun. Hrauntröðin sem hraunrennslið fór um er ein sú sýnilegasta og vinsælasta gönguleið landsins. Nemendur fræddust um þennan atburð og fleira í fjölbreyttri jarðfræði landsins.“ Við þetta má kannski bæta að hraunmyndirnar í Búrfellsgjá er geysilega fallegar og er leitun að öðru eins í nágrenni Garðabæjar, sannkölluð náttúruperla.
Lesa meira

Nýtt fólk í stjórn - kosningum lokið

Forseti NFFG var valinn Guðrún Fjóla Ólafsdóttir og varaforseti verður Ingibert Snær Erlingsson. Fjármálastjóri verður Laufey Rán Svavarsdóttir og markaðsstjóri Trausti Jóhannsson. Skemmtanastjóri skólans verður Petra Rós Jóhannsdóttir og formaður Málfundarfélagsins verður Aron Unnarsson. Þá verður Úlfhildur Arna Unnarsdóttir formaður íþróttanefndar. Óskum þessum aðilum til hamingju með kosninguna og farsældar í starfi, enda félagslífið gríðarlega mikilvægt.
Lesa meira

Kjósa kjósa kjósa!

Kosningar til trúnaðarstarfa á vegum nemendafélags FG (NFFG) standa nú yfir. Skólinn er þakinn auglýsingum og allskonar kynningar og annað slíkt er í gangi. Fjöldi fólks er í framboði og er hart slegist um sum embætti, en minna um önnur. Kosningarnar eru rafrænar og fara í gegnum INNU. Kosning stendur yfir til miðnættis fimmtudaginn 4.maí og úrslit verða formlega tilkynnt föstudaginn 5.maí á sérstökum viðburði kl. 14.30 (að lokinni kennslu). ALLIR AÐ KJÓSA og nýta atkvæðisréttinn.
Lesa meira

FG-nemar í Erasmus+ verkefni á eyjunni Evia

Nemendur frá FG voru fyrir skömmu staddir á grísku eyjunni Evia í frumkvöðlaverkefni sem heitir “Essence of Agriculture and Rural Traditional Hospitality” (EARTH) hjá Tinnu Ösp. Með í þessu Erasmus+ verkefni voru nemendur frá Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Portúgal og Króatíu. Helsta markmið verkefnisins er að efla ungmenni í Evrópu í að skapa sér sín eigin atvinnutækifæri með nýsköpun. Það skorti svo sannarlega ekki á hugmyndaauðgi ungmennanna í frumkvöðlabúðum og fram spruttu fimm góðar viðskiptaáætlanir sem ungmennin kynntu fyrir dómnefnd prófessora frá háskólanum í Aþenu. Gekk ferðin afar vel á allan hátt.
Lesa meira

Erasmus-hópur hitti forsetann

Nemendur frá Spáni og Noregi hafa undanfarna daga verið staddir hér á landi í Erasmus-verkefni, sem fjallar meðal annars um sögu og menningu þessara landa. Gista þeir hjá fjölskyldum nemenda í FG. Hópurinn var svo heppinn að geta hitt forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson, þriðjudaginn 25.apríl síðastliðinn. Mjög góð stemmning var á Bessastöðum í blíðskaparveðri og spjölluðu gestirnir og Guðni um heima og geima. Meðal annars reifaði Guðni sögu staðarins og störf sín sem forseti. Dagskrá gestanna hélt svo áfram og miðvikudaginn 26.apríl fóru þeir í skoðunarferð um Suðurland og bæði Seljalandsfoss og Geysir voru skoðaðir. Þá var og farið í útreiðartúr með Eldhestum í Hveragerði.
Lesa meira

Nemendur í Hæstarétti

Nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hjá Tinnu Ösp Arnardóttur, fóru í heimsókn í Hæstarétt að loknu páskafríi. Það voru þau Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, og Linda Ramdani, aðstoðarmanni dómara sem tóku á móti þeim. Þau kynntu nemendum starfsemi réttarins, sem og réttarkerfis Íslands og tóku við spurningum.
Lesa meira

Sigmundur lenti í öðru sæti

Hæfileikakeppni sérnáms-/starfsbrauta var haldin í Tækniskólanum þann 18.apríl síðastliðinn. Fjórtán skólar kepptu og hreppti FG annað sæti með frumsömdum sólódansi Sigmundar Kára Kristjánssonar. Við óskum Sigmundi innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira