Fréttir

FG lauk keppni í Morfís

Lið FG lauk keppni í Morfís (Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna á Íslandi) þann 26.janúar þegar liðið mætti Kvennó fyrir fram þéttsetinn Urðarbrunn. Keppnin var að sögn geysispennandi og þegar upp var staðið munaði aðeins 100 stigum á liðunum, Kvennaskólinn fékk 1331 stig, en FG 1231. Guðrún Fjóla Ólafsdóttir, stuðningsmaður FG, var valinn ræðumaður kvöldsins.
Lesa meira

HEATHERS á fullu gasi!

Á námsmatsdeginum 25.janúar var frekar hljótt í skólanum, nema í Urðarbrunni. Þar var heldur betur líf og fjör þegar tíðindamaður FG.is leit þar við, enda lokkaði fjörug tónlistin. Þar var auðvitað verið að æfa á fullu fyrir söngleikinn HEATHERS sem frumsýna á IMBRUDÖGUM um miðjan mars. Þetta verður eitthvað hjá okkar frábæra leikfélagi, VERÐANDI!
Lesa meira

FG keppir við Kvennó í MORFÍS

Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, MORFÍS, er farin í gang að nýju og er FG að sjálfsögðu með. Mælskulist er áhugavert fyrirbæri, en í Morfís-keppnum er tekist á með rökræðum um ákveðin málefni, talað er með og á móti. Lið FG hefur æft stíft að undanförnu og fimmtudaginn 26.janúar hefst keppni þess fyrir alvöru þegar liðið mætir Kvennó í Urðarbrunni kl. 19.00. Í liði FG eru: Freyja Dögg Skjaldberg (liðsstjóri), Tryggvi Sigurðarsson Johnsen (meðmælandi), Guðrún Fjóla Ólafsdóttir (stuðningsmaður), Bjarki Leó Björgvinsson, Einar Ernir Kristmundsson og Benedikt Kári Brynjarsson, sem er frummælandi. Umræðuefnið er ,,djammið“ og er FG á móti því. Þjálfari er Daníel Johnsen, en því má bæta við að hann var eitt sinn forseti nemendafélags FG. Áfram FG, allir velkomnir og að sjálfsögðu frítt inn.
Lesa meira

Góð Erasmus-ferð til Lilleström

Hópur nemenda, alls tólf, fóru vikuna 16.-20 janúar til Lilleström og Osló í Noregi, til að taka þátt í Erasmus-verkefni, ásamt heimamönnum frá Noregi og hópi frá Spáni. Gistu nemendur hjá norskum fjölskyldum allan tímann. Verkefnið gengur út á sögu, menningu og þjóðareinkenni landanna þriggja, en þátttakendur frá Spáni koma frá borginn Lugo, sem er á NV-Spáni, í héraðinu Galisíu. Fóru nemendur í skólann með vinum sínum, en einnig var farið á söfn, víkingamenning könnuð, farið í fjársjóðsleit, á skíði (hvað er norskara?) og fleira skemmtilegt gert. Óhætt er að segja að nemendur með óbókstaflegum hætti ,,drukkið“ í sig norska menningu og þjóðareinkenni á þessum dögum. Á lokakvöldi voru meðal annars sendiherra Íslands í Osló, ræðismaður Spánar og borgarstjórinn í Lilleström, en um svokallað ,,pálínuboð“ var að ræða, allir komu með mat með sér. Nemendur frá Íslandi voru með kynningu á landi og þjóð og þá var einnig flutt tónlistaratriði, sem óhætt er að segja að hafi slegið í gegn. Hópurinn var FG til mikils sóma, en með í för voru Rakel, Hilmar, Sif og Gunnar.
Lesa meira

Söngleikurinn Heathers: Allt að gerast!

Eins og sagt var frá hér fyrir skömmu verður söngleikur ársins menntaskólastykkið ,,Heathers“. Í tilkynningu frá leikfélagi FG, Verðandi, sem barst fyrir skömmu segir: ,,Veronica verður hluti af vinsælustu klíku skólans en líkar ekki við hegðun hinna stelpnanna. Þær setja sig á háan hest og leyfa sér því að gera lítið úr öðrum. Veronica kynnist kærastanum sínum Jason Dean og saman reyna þau að takast á við aðal skvísuna í klíkunni, Heather Chandler á mjög óvenjulegan hátt. Fljótlega fara hlutirnir úr böndunum og Veronica fer að sjá margt rangt í sambandi sínu við Jason Dean og hegðun hans. Hún þarf þá að leggja sig alla fram við að halda aftur af honum svo illt verði ekki verra. Sýningin tekur á viðkvæmum en mikilvægum málefnum eins og sjálfsvígum og kemur því sterk inn í samfélagið okkar, en er ekki ætluð ungum börnum.“ Æfingar eru komnar á fullt og allir spenntir fyrir frumsýningu í mars. Leikstjórinn í ár heitir Ásta Júlía Elíasdóttir, danshöfundurinn Júlía Kolbrún Sigurðardóttir og söngstjórinn Ylfa Marín Haraldsdóttir, en hún er fyrrum nemandi í FG. Stjórn Verðandi er (s/h mynd): Formaður: Erna María Ármann Varaformaður: Gréta Þórey Ólafsdóttir Gjaldkeri: Sigríður Inga Ólafsdóttir Markaðsstjóri: Salka Björnsdóttir Meðstjórnandi: Hafdís Ása Eðvarðsdóttir Busafulltrúi: Sesselja Ósk Stefánsdóttir Busafulltrúi: Mikael Steinn Guðmundsson
Lesa meira

Söngleikurinn Heathers er leikrit ársins

Á IMBRU-dögum í febrúar, verður söngleikurinn Heathers frumsýndur í FG í uppfærslu leikfélags skólans, Verðandi. Söngleikurinn er byggður á kvikmynd með sama nafni sem kom út árið 1988 og gerist sagan meðal menntaskólanema. Í kvikmyndinni voru þau Wynona Ryder og Christian Slater í aðalhlutverkum. Leikstjóri verksins í uppfærslu Verðandi er Ásta Júlía Elíasdóttir en hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum Klassadrusla og Síðasta veiðiferðin. Æfingar eru á fullu og góð stemmning í hópnum að sögn heimildamanns fg.is.
Lesa meira

FG mætir FNV í Gettu betur

Nú er ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Gettu betur, en þau fara fram dagana 16. og 18. janúar og verða í beinni útsendingu á Rás 2. Viðureignirnar eru hér að neðan og spennan eykst. Áfram FG! Mánudagurinn 16. janúar: Verzlunarskóli Íslands - Menntaskólinn á Egilsstöðum Menntaskólinn við Sund - Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Tækniskólinn - Menntaskólinn á Akureyri Miðvikudagurinn 18. janúar: Menntaskólinn í Reykjavík - Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Fjölbrautaskóli Suðurlands - Menntaskólinn við Hamrahlíð Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - Verkmenntaskóli Austurlands Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Kvennaskólinn í Reykjavík.
Lesa meira

FG hefur keppni í Gettu betur

Hin margfræga spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er að hefja göngu sína og verður fyrsta umferðin haldin á Rás tvö þriðjudaginn 10.janúar. Þá mætir FG, sem varð öðru sæti í fyrra, Menntaskóla Borgafjarðar. MR vann keppnina í fyrra. Þetta er 38.árið sem keppnin er haldin og alls eru 25 skólar skráðir til leiks, en handhafar Hljóðnemans, MR, sitja hjá í fyrstu umferð. Lið FG hefur stundað stífar æfingar að undanförnu og í stuttu spjalli við liðið kom fram að þær hafi gengið vel. FG er til í slaginn, en í liði skólans eru: Brynja Sævarsdóttir, Aron Unnarsson og Jónas Bjarki Björnsson. Þjálfarar liðsins eru reynsluboltarnir frá í fyrra, þau Kjartan Leifur Sigurðsson, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir og Þráinn Gunnlaugsson, ásamt Óttari E. Arnarssyni. Því má svo bæta við FG-ingurinn og sjónvarpskonan Helga Margrét Höskuldsdóttir (einnig fyrrum Gettu betur-keppandi) kemur að því að semja spurningar í keppnina. Kristjana Arnarsdóttir spyr keppendur.
Lesa meira